05 February 2010

Að kynnast nýju efni.

Ég þekki ekki mikið til í Evrópu þegar kemur að útgáfu á efni fyrir kóra, en í Bandaríkjunum bjóða útgáfufyrirtæki uppá svokallað "reading sessions" af og til. Ekki eiga allir kórstjórar heimangengt þegar svona er í boði, svo nú hefur J.W. Pepper sett myndbönd á netið frá svona uppákomum. Þetta eru ekki kórar að syngja, heldur kórstjórar að lesa af blaði !
Ekki er öll tónlistin alveg ný, en útsetningarnar eru það þá.

Samtökin American Choral Directors Association - ACDA - standa í ár fyrir ráðstefnum á nokkrum stöðum. Fyrir félaga á austurströndinni er ráðstefnan í næstu viku í Philadelphiu - eða 10. - 14. febrúar. ÉG ER AÐ FARA ÞANGAÐ :)

Kvennakór sem kom fram á þinginu í fyrra:



Á ráðstefnunni verður boðið uppá svona les-stundir til að kynna fyrir okkur nýútgefið efni. Ég kem heim með bunka af slíkum nótum og er þeim sem áhuga hafa velkomið að hafa samband við mig og fá að skoða.

Kórsöngvarar þurfa að keppa til að komast í "hátíðarkórana" (Honor choir) á ráðstefnunum. Í ár verða nokkrir krakkar frá Lynnel Joy Jenkins í hátíðarkórnum og hlakka ég til að heyra í þeim. Það er ströng samkeppni og mörg þúsund sem sækja um en aðeins nokkur hundruð eru valin.
Hér er dæmi um unglingakór frá því í fyrra:



St.Olaf kórinn kom fram á ráðstefnunni árið 1999 og söng m.a. þetta:



Með þessu lagi er ekki myndband af kórnum að syngja, en þá hlustar maður bara því betur. Ég man vel eftir þessu á ráðstefnunni í Los Angeles 2005:



Vona að þessi litlu dæmi kveiki áhuga hjá fleiri kórstjórum að fara á svona ráðstefnur.

En í dag mæli ég með að þið farið inná þessa síðu.

No comments: