02 March 2007

VELKOMIN !

Hérna er ég búin að setja upp bloggsíðu fyrir kórstjóra.
Vonandi getum við séð hag í því að vera í samskiptum,
segja hvort öðru frá því sem við og kórarnir okkar erum
að fást við o.fl.

Það hefur oft komið til umræðu á námskeiðum, að
nauðsynlegt væri fyrir okkur að ná sambandi við
aðra kórstjóra - svo núna skulum við láta á þetta reyna.

Ég er á förum til USA - nánar tiltekið til Miami.
Fer á mánudaginn og tek þátt í ráðstefnu ACDA, sem
eru samtök kórstjóra í USA. Þetta verður í 4 skipti
sem ég sæki þessar ráðstefnur.

Meira seinna - og látið nú heyra frá ykkur kæru kollegar :)

Kveðja,
Gróa.