19 February 2010

ACDA

Smá pistill um ACDA ráðstefnuna 2010.


Vegna veðurs fór ýmislegt öðruvísi en ætlað var. Tveir af kennurunum sem ég ætlaði að hlusta á, komust ekki til Philadelpiu vegna ófærðar. Annar kennarinn heitir Ysaye M. Barnwell og átti að vera með fyrirlestur um African-American tónlist.
En hér sést hún stjórna stórum kór:


Snjór í USA .... jú, það var nú febrúar !!!




Þetta er götumynd úr miðborginni, en við löbbuðum á milli hótelsins og tónleikasala og kirkna til að hlusta á tónleika.


Hér er mynd úr einni kirkjunni: Church of the Holy Trinity við Rittenhouse torg.



Í þessari kirkju var Helen Kemp sæmd viðurkenningu fyrir ótrúlegt starf í þágu kórastarfs.
Helen kom til Íslands og var kennari á námskeiði í Skálholti fyrir stjórnendur barnakóra. Hún er núna 91 árs gömul og er enn með fyrirlestra og námskeið !!!



Fjölskylda Helenar hjálpar henni núorðið við vinnuna og það er dóttir hennar, Kathy sem heldur á regnhlífarspjaldinu.



Helen vill byrja fyrirlestur á því að fá fólk til að syngja. Þarna sungum við tvö lög eftir hana m.a. Set the Sun dancing - og hún stjórnaði :)



"Are you still awake"? spurði hún svo inn á milli ..... hún slær enn á létta strengi þessi ótrúlega kona.



Sue Ellen Page, Helen Kemp og ég.

Sue Ellen hefur tvisvar komið til Íslands og talar mjög fallega um báðar heimsóknirnar, alla sem hún kynntinst og hefur mikinn áhuga á að koma hingað til lands aftur.
Amanda Page Smith dóttir hennar er líka barnakórstjóri og vinnur við kirkju í New York. Hún hélt fyrirlestur á ráðstefnunni um starf sitt.

Á þessari ráðstefnu var deginum skipt niður í nokkrar "kennslustundir" en svo voru 10 flokkar líka. Þeir hétu: College/University, High School, Junior High/Middle School, Children, General, Students, Multi-Cultural, Research, Repertoire & Standards og face2face, en það voru tímar þar sem við gátum hitt og spjallað við tónskáld.
Á kvöldin voru svo tónleikar m.a. söng Temple University Concert Choir og Westminster Choir með Kammersveit Philadelpiu þrjú verk eftir Bach á föstudagskvöldinu undir stjórn Helmuth Rilling.

No comments: