19 February 2010

Africa Childrens Choir

Ég hef fengið nokkra pósta frá kórstjórum sem þakka fyrir þetta blogg. Verði ykkur að góðu, visku og meiri þekkingu kæru kollegar.
Eina fyrirspurn fékk ég um barnakór frá Afríku sem hefur ferðast um heiminn og verið verðugur fulltrúi þeldökkra í álfunni.
Ég held að það sé þessi kór:ACDA

Smá pistill um ACDA ráðstefnuna 2010.


Vegna veðurs fór ýmislegt öðruvísi en ætlað var. Tveir af kennurunum sem ég ætlaði að hlusta á, komust ekki til Philadelpiu vegna ófærðar. Annar kennarinn heitir Ysaye M. Barnwell og átti að vera með fyrirlestur um African-American tónlist.
En hér sést hún stjórna stórum kór:


Snjór í USA .... jú, það var nú febrúar !!!
Þetta er götumynd úr miðborginni, en við löbbuðum á milli hótelsins og tónleikasala og kirkna til að hlusta á tónleika.


Hér er mynd úr einni kirkjunni: Church of the Holy Trinity við Rittenhouse torg.Í þessari kirkju var Helen Kemp sæmd viðurkenningu fyrir ótrúlegt starf í þágu kórastarfs.
Helen kom til Íslands og var kennari á námskeiði í Skálholti fyrir stjórnendur barnakóra. Hún er núna 91 árs gömul og er enn með fyrirlestra og námskeið !!!Fjölskylda Helenar hjálpar henni núorðið við vinnuna og það er dóttir hennar, Kathy sem heldur á regnhlífarspjaldinu.Helen vill byrja fyrirlestur á því að fá fólk til að syngja. Þarna sungum við tvö lög eftir hana m.a. Set the Sun dancing - og hún stjórnaði :)"Are you still awake"? spurði hún svo inn á milli ..... hún slær enn á létta strengi þessi ótrúlega kona.Sue Ellen Page, Helen Kemp og ég.

Sue Ellen hefur tvisvar komið til Íslands og talar mjög fallega um báðar heimsóknirnar, alla sem hún kynntinst og hefur mikinn áhuga á að koma hingað til lands aftur.
Amanda Page Smith dóttir hennar er líka barnakórstjóri og vinnur við kirkju í New York. Hún hélt fyrirlestur á ráðstefnunni um starf sitt.

Á þessari ráðstefnu var deginum skipt niður í nokkrar "kennslustundir" en svo voru 10 flokkar líka. Þeir hétu: College/University, High School, Junior High/Middle School, Children, General, Students, Multi-Cultural, Research, Repertoire & Standards og face2face, en það voru tímar þar sem við gátum hitt og spjallað við tónskáld.
Á kvöldin voru svo tónleikar m.a. söng Temple University Concert Choir og Westminster Choir með Kammersveit Philadelpiu þrjú verk eftir Bach á föstudagskvöldinu undir stjórn Helmuth Rilling.

18 February 2010

Meira um ACDA

Ég er ekki alveg tilbúin með ritgerð um ráðstefnuna í Philadelphiu ennþá.
Á meðan þið bíðið eftir henni .... eru hér áhugaverð myndbönd frá fyrri ráðstefnum.
Þessi kór var meiriháttar !!!Yndislegar raddir - fágað og fallegt!Þetta er ekki upptaka frá ráðstefnunni.
Þetta er heldur ekki frá ráðstefnu ... bara svo flott lag með þeim :)

13 February 2010

ACDA Eastern Division Conference

Ráðstefnan hófst á miðvikudag. Fyrstu tónleikarnir á miðvikudagskvöld voru með hóp sem kallast "Off the Beat". Stúlkurnar voru 6 og piltarnir 5 í hópnum. Þau syngja allskonar lög sem útsett eru fyrir hópinn a capella. Söngurinn var flottur hjá hópnum, en sem einsöngvarar eru þau ekki nægilega góð að mínu mati.

Á fimmtudag byrjaði húllumhæið kl 9.15 - en þá er svo margt á dagskrá að erfitt er að átta sig á því hvað kemur manni best að hlusta á. Og svoleiðis líður allur dagurinn .... maður hendist á milli staða til að reyna að ná sem flestu - en stendur svo uppi í dagslok að maður sér eftir að hafa ekki getað sótt allt !!!! Og hér er lítið um að hlutirnir séu endurteknir - eins og þó hefur verið á sumum þeirra "national" ráðstefnum sem ég hef sótt.

Og talandi um það, þá ráðlegg ég fólki að sækja frekar ACDA þau árin sem þær eru haldnar. Á næsta ári verður slík ráðstefna í Chicago í byrjun mars.

Í dag, föstudag, hitti ég Helen Kemp, sem er að verða 92 ára gömul. Það var yndislegt að hitta hana og hún rifjaði upp ýmislegt frá heimsókn sinni til Íslands fyrir margt löngu. Mundi t.d. vel eftir Auði Bjarnadóttur, ballerínu, sem tók okkur í yogatíma utandyra í Skálholti sælla minninga.

Sue Ellen Page og dóttir hennar Amanda eru hérna líka og hefur verið mjög gaman að vera með þeim. Við Sue Ellen borðuðum hádegismat saman í gær og spjölluðum heilmikið.

Hérna eru ekki eins margir frábærir kórar eins og stundum á "national" ráðstefnunum - og ég hef reyndar ekki heyrt neinn kór sem endilega hefur "staðið uppúr" .... tja - nema einn blandaður kór sem var með "Smávinina" á efnisskránni. Þau sungu lagið reyndar ekki og þegar ég óskaði eftir því við kórstjórann, sagði hann: Ég vildi að ég hefði vitað af þér fyrr - þú hefðir getað hjálpað okkur með framburðinn!!!

Á morgun er síðasti dagur ráðstefnunnar og ég reyni svo að pósta meira og ýtarlegar þegar ég kem heim .... á mánudag. Er með upptökur af nokkrum atriðum (þó ekki tónleikum, því þær upptökur eru seldar) og ef einhver vill, þá get ég sent þær sem mp3 í tölvupósti. Svo er ýmislegt sem við kórstjórar ættum að fara að leiða hugann að. Ekki síst eitt sem Helen Kemp lagði áherslu á í sínu máli í dag: Það að stofna samtök eins og Choristers Guild skipti sköpum í starfi barnakóra við kirkjur í Bandaríkjunum .... mótaði stefnu og heldur utan um starfið og endurmenntun kórstjóranna !

Okkur vantar manneskju í stöðuna sem Margrét Bóasdóttir sinnti svo yndislega fallega þau ár sem hún var í starfi. Eða öllu heldur: Okkur vantar stöðugildi innan kirkjunnar !!!!!

Nóg í þetta sinn.
Söngkveðja,
Gróa.

09 February 2010

Princeton Girlchoir

Vinkona okkar Lynnel Joy Jenkins starfar nú sem söng-og kórkennari við grunnskóla í New Jersey.

En svo er hún líka listrænn stjórnandi Princeton stúlknakórsins og stjórnar sjálf einum af kórunum 5 sem starfandi eru.

Það eru ekki komnar myndir af henni með kórunum á heimasíðu þeirra, en slóðin á hana er: www.princetongirlchoir.org/

Ég fór á æfingu með Lynnel í gærkvöldi og var mjög hissa á því sem börnunum er boðið uppá. En það er - þau byrja skóladaginn kl 7.15 á morgnana og eru ekki laus úr skólastarfi fyrr en um 6 á kvöldin. ÞÁ hefjast kóræfingar og standa yfir til kl 20.30 !!!!!

Mér þótti magnað hversu vel stelpurnar héldu vinnusemi og athygli. Eða Lynnel sjálf ... sem fór í vinnuna kl 7 og bara skaust heim til að sækja mig fyrir kóræfinguna ! Við borðuðum kvöldmat kl 21.30 heima.
Og við, sem höldum að grasið sé alltaf grænna hinum megin árinnar, þyrftum að kynnast aðstæðum hjá fleiri kollegum okkar víða um heim.

Allir kórar Princeton Girlchoir syngja saman.


En á morgun hefst ráðstefnan í Philadelphiu ... ef ekki verður allt á kafi í snjó. Það er spáð "miklu" óveðri hér í kvöld og allan daginn á morgun. Bandaríkjamenn eru auðvitað engir víkingar og kunna ekkert á alvöru vetrarveður og -færð. Þar gætu þeir lært af okkur !!!!!

Ég pósta meira seinna.
Söngkveðjur :)

05 February 2010

Að kynnast nýju efni.

Ég þekki ekki mikið til í Evrópu þegar kemur að útgáfu á efni fyrir kóra, en í Bandaríkjunum bjóða útgáfufyrirtæki uppá svokallað "reading sessions" af og til. Ekki eiga allir kórstjórar heimangengt þegar svona er í boði, svo nú hefur J.W. Pepper sett myndbönd á netið frá svona uppákomum. Þetta eru ekki kórar að syngja, heldur kórstjórar að lesa af blaði !
Ekki er öll tónlistin alveg ný, en útsetningarnar eru það þá.

Samtökin American Choral Directors Association - ACDA - standa í ár fyrir ráðstefnum á nokkrum stöðum. Fyrir félaga á austurströndinni er ráðstefnan í næstu viku í Philadelphiu - eða 10. - 14. febrúar. ÉG ER AÐ FARA ÞANGAÐ :)

Kvennakór sem kom fram á þinginu í fyrra:Á ráðstefnunni verður boðið uppá svona les-stundir til að kynna fyrir okkur nýútgefið efni. Ég kem heim með bunka af slíkum nótum og er þeim sem áhuga hafa velkomið að hafa samband við mig og fá að skoða.

Kórsöngvarar þurfa að keppa til að komast í "hátíðarkórana" (Honor choir) á ráðstefnunum. Í ár verða nokkrir krakkar frá Lynnel Joy Jenkins í hátíðarkórnum og hlakka ég til að heyra í þeim. Það er ströng samkeppni og mörg þúsund sem sækja um en aðeins nokkur hundruð eru valin.
Hér er dæmi um unglingakór frá því í fyrra:St.Olaf kórinn kom fram á ráðstefnunni árið 1999 og söng m.a. þetta:Með þessu lagi er ekki myndband af kórnum að syngja, en þá hlustar maður bara því betur. Ég man vel eftir þessu á ráðstefnunni í Los Angeles 2005:Vona að þessi litlu dæmi kveiki áhuga hjá fleiri kórstjórum að fara á svona ráðstefnur.

En í dag mæli ég með að þið farið inná þessa síðu.