09 September 2009

Gerum þetta blogg vir(k)t !!!

Finnst ykkur hinum ekki stundum vanta að "kommunikera" við aðra kórstjóra?

Segið nú frá starfinu hjá ykkur .... hvað eru margir í kór .... hvað stendur til .... eða bara hvað sem ykkur langar til að segja öðrum.

Einnig getum við notað þessa síðu til að segja frá nýju efni fyrir kóra, eða gömlu sem hefur virkað vel. Nú, svo væri gaman að fá fréttir af tónskáldum sem eru kannski að semja fyrir kóra, sérstaklega barnakóra.

Við getum öll grætt á því að vera virk á blogginu :)  svo er það líka gaman :)

Kveðja,
Gróa.