14 May 2007

Vortónleikar !

Í gær voru vortónleikar allra kóra Grafarvogskirkju.

Kirkjukórinn söng undir stjórn Hilmars Arnar, því Hörður er í veikindaleyfi. Ég spilaði með í einu lagi, en alls sungu þau 4 lög.

Krakkakórinn (minn!) söng nokkur lög:

Hine ma tov
Þakklæti
Siyahamba (tvíröddun í B kafla)
Valdi kallinn (með mí-fa-so og appelsínu-milliröddum og kóreografíu)
Ég syng fyrir mömmu (í tilefni mæðradagsins fóru söngvaranir út í sal og gáfu mömmum sínum lítil pappírsblóm)
Bláu augun þín
Kisutangó (með kóreografíu)

Barna-og undlingakórinn, undir stjórn Svövu Ingólfsdóttur frumflutti hér á landi, söngleikinn Går jorden under? eftir John Høybye, en Sigurður Ingólfsson gerði snilldar þýðingu á honum. Flutningurinn gekk rosalega vel, nokkrir einsöngvarar og rapparar úr kórnum, kóreografía og hljómsveitarundirleikur.

Vildi óska að ég hefði tekið nokkrar myndir - en maður hefur víst bara tvær hendur og þær voru mjög uppteknar á þessum tónleikum. Ég spilaði sjálf með mínum kór og svo spilaði ég píanópartinn með hljómsveitinni í söngleiknum.

Í tilefni af Evróvisjon-helgi sungu allir kórarnir saman tvö gömul Júróvisjon lög: Ein bitchen frieden sem heitir Ákall á íslensku og svo hið ísraelska Halleluya einnig með íslenskum texta.

Syngið alltaf sem best :)

No comments: