09 February 2010

Princeton Girlchoir





Vinkona okkar Lynnel Joy Jenkins starfar nú sem söng-og kórkennari við grunnskóla í New Jersey.

En svo er hún líka listrænn stjórnandi Princeton stúlknakórsins og stjórnar sjálf einum af kórunum 5 sem starfandi eru.

Það eru ekki komnar myndir af henni með kórunum á heimasíðu þeirra, en slóðin á hana er: www.princetongirlchoir.org/

Ég fór á æfingu með Lynnel í gærkvöldi og var mjög hissa á því sem börnunum er boðið uppá. En það er - þau byrja skóladaginn kl 7.15 á morgnana og eru ekki laus úr skólastarfi fyrr en um 6 á kvöldin. ÞÁ hefjast kóræfingar og standa yfir til kl 20.30 !!!!!

Mér þótti magnað hversu vel stelpurnar héldu vinnusemi og athygli. Eða Lynnel sjálf ... sem fór í vinnuna kl 7 og bara skaust heim til að sækja mig fyrir kóræfinguna ! Við borðuðum kvöldmat kl 21.30 heima.
Og við, sem höldum að grasið sé alltaf grænna hinum megin árinnar, þyrftum að kynnast aðstæðum hjá fleiri kollegum okkar víða um heim.

Allir kórar Princeton Girlchoir syngja saman.


En á morgun hefst ráðstefnan í Philadelphiu ... ef ekki verður allt á kafi í snjó. Það er spáð "miklu" óveðri hér í kvöld og allan daginn á morgun. Bandaríkjamenn eru auðvitað engir víkingar og kunna ekkert á alvöru vetrarveður og -færð. Þar gætu þeir lært af okkur !!!!!

Ég pósta meira seinna.
Söngkveðjur :)

No comments: