23 November 2009

Kórdrengir !!!



Í hvaða kór ætli þessir fallegu drengir séu ???

13 November 2009

Hljóða nótt.

Hljóða nótt í frumútgáfu.

20 October 2009

Kórstjóri/organisti í Hveragerði.



Já, ég er sumsé komin í stöðu organista í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkjum.

Hér er prýðilegur kór, fólkið lærir hratt og syngur fallega, enda engir aukvisar sem hafa verið hér á undan mér.

Nú stendur fyrir dyrum að koma upp unglingakór við kirkjuna. Barnakór er starfandi við grunnskólann og kemur hann örugglega til með að syngja í kirkjunni í vetur.

En kirkjukórinn er á förum til Búdapest 22. október, svona í helgarferð. Vonandi heyrum við eitthvað fallegt þar úti. Ferenc Utassy sagði mér í morgun að í fyrsta sinn væru Hilliard söngsveitin með tónleika í Búdapest.



Veit ekki hvort ég fer á þá tónleika .... þetta er pínu háfleygt !!!

En það hlýtur að vera gaman að eyða heilli helgi í Búdapest.
Hafið það sem best.

09 September 2009

Gerum þetta blogg vir(k)t !!!

Finnst ykkur hinum ekki stundum vanta að "kommunikera" við aðra kórstjóra?

Segið nú frá starfinu hjá ykkur .... hvað eru margir í kór .... hvað stendur til .... eða bara hvað sem ykkur langar til að segja öðrum.

Einnig getum við notað þessa síðu til að segja frá nýju efni fyrir kóra, eða gömlu sem hefur virkað vel. Nú, svo væri gaman að fá fréttir af tónskáldum sem eru kannski að semja fyrir kóra, sérstaklega barnakóra.

Við getum öll grætt á því að vera virk á blogginu :)  svo er það líka gaman :)

Kveðja,
Gróa.