

Já, ég er sumsé komin í stöðu organista í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkjum.
Hér er prýðilegur kór, fólkið lærir hratt og syngur fallega, enda engir aukvisar sem hafa verið hér á undan mér.
Nú stendur fyrir dyrum að koma upp unglingakór við kirkjuna. Barnakór er starfandi við grunnskólann og kemur hann örugglega til með að syngja í kirkjunni í vetur.
En kirkjukórinn er á förum til Búdapest 22. október, svona í helgarferð. Vonandi heyrum við eitthvað fallegt þar úti. Ferenc Utassy sagði mér í morgun að í fyrsta sinn væru Hilliard söngsveitin með tónleika í Búdapest.
Veit ekki hvort ég fer á þá tónleika .... þetta er pínu háfleygt !!!
En það hlýtur að vera gaman að eyða heilli helgi í Búdapest.
Hafið það sem best.